Nýr vettvangur um samninga á sviði afvopnunarmála leitar leiða til að endurhugsa alþjóða öryggismál

Sex stofnanir í Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu þjálfa 16 framtíðarleiðtoga á sviði afvopnunarmála

Cambridge, Mass.; Washington, DC; Reykjavík; Frankfurt, Þýsklandi; Moskvu, Rússlandi —  Þann 1. júlí 2020 taka sex virtar rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu höndum saman og taka á móti fyrsta árgangi þátttakenda í samningatækninámskeiði á sviði afvopnunarmála (Arms Control Negotiation Academy eða ACONA). ACONA er samstarfsverkefni þar sem 16 upprennandi leiðtogar á sviði afvopnunarmála, -tækni og alþjóðasamninga fá þjálfun í að leita nýrra leiða til að draga úr spennu milli stórvelda. Þátttakendur voru valdir úr framúrskarandi hópi umsækjanda víðs vegar að úr heiminum.

ACONA er leitt af The Negotiation Task Force við Davis Center, rannsóknarsetri í rússneskum, austurevrópskum og mið-asískum fræðum, við Harvard háskóla í samstarfi við Woodrow Wilson Center, Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, The Higher School of Economics í Rússlandi, Alþjóðamálastofnun Ríkisháskólans í Moskvu (MGIMO) og Friðarrannsóknastofnunina í Frankfurt (PRIF) í Þýskalandi.
 
Fræðimenn við framangreindar stofnanir hafa þungar áhyggjur af þeim blikum sem eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana, má þar nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð nýja START samningsins. “Fræðimenn og borgarasamfélagið í heild þurfa að hafa frumkvæði að því að skapa opinn vettvang til umræðu til að komast yfir þessa krísu” sagði Arvid Bell, forstöðumaður Negotiation Task Force og meðlimur í stjórn ACONA. “Ef við grípum ekki til aðgerða strax, getum við staðið frammi fyrir þeim veruleika að engir afvopnunarsamningar verði í gildi í heiminum í fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar”.

ACONA námskeiðin eru þróuð sem svar við þeirri óvissu sem við stöndum frammi fyrir í afvopnunarmálum og byggja á þeim skilningi að alþjóðlegt öryggi verði ekki tryggt nema með uppbyggilegum samskiptum á milli Bandaríkjanna og Rússlands og alþjóðasamfélagsins í heild. “Við verðum að byrja upp á nýtt og byggja upp nýja kynslóð fræðimanna, diplómata og sérfræðinga sem þekkja sögu, kenningar og samningatækni á sviði afvopnunarmála” sagði prófessor Christopher Daase frá Friðarrannsóknastofnuninni í Frankfurt, meðlimur í framkvæmdastjórn ACONA.

Námskeiðið var opið fyrir umsóknir frá einstaklingum alls staðar að úr heiminum en aðeins 16 umsækjendur komust að. Þeir upprennandi sérfræðingar sem taka þátt í námskeiðinu að þessu sinni koma frá átta löndum - þar á meðal fjórir frá Bandaríkjunum og fjórir frá Rússlandi - og hafa fjölbreyttan sérfræði- og akademískan bakgrunn. “Það gleður mig að sjá hversu mikill fjöldi af efnilegu ungu fólki hefur áhuga á að læra meira um samninga á sviði afvopnunarmála. Við munum þurfa á kröftum þeirra, hugviti, sérþekkingu og eldmóð, að halda til að halda áfram” sagði Rose Gottemoeller, fyrrum aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og meðlimur í alþjóðlegu ráðgjafaráði ACONA.

ACONA mun standa yfir í eitt ár en á þeim tíma öðlast þátttakendur færni í að undirbúa sig fyrir og meta flóknar samningaviðræður og vinna saman að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum þar sem áhersla er á að þróa nýjar hugmyndir um framtíð afvopnunarmála. Hópurinn hittist í fyrsta skipti á vikulöngu námskeiði í ágúst 2020 á netinu. Næsta námskeið fer fram á Íslandi í janúar 2021.

Ísland var, eins og þekkt er, vettvangur eins mikilvægasta fundar kalda stríðsins, þegar Gorbachev og Reagan lögðu grunninn að INF samningum sem takmarkaði útbreiðslu meðaldrægra kjarnorkuvopna. “Það er frábært að vita til þess að ungt fólk, sem var jafnvel ekki fætt þegar Reagan og Gorbachev hittust í Reykjavík, sé að fara þangað til að fræðast um afvopnun á sviði kjarnorkumála í fortíð, nútíð og framtíð” sagði Pavel Palazhchenko, meðlimur í alþjóðlegu ráðgjafaráði ACONA, sem var túlkur Gorbachev og tók þátt í öllum helstu fundum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna undir lok kalda stríðsins, þar á meðal Höfðafundinum.

Aðrir meðlimir alþjóðlegs ráðgjafaráðs ACONA eru William C. Potter, prófessor og forstöðumaður James Martin Center for Nonproliferation Studies og erlendur meðlimur rússnesku vísindaakademíunnar og Alexei Arbatov, forstöðumaður Alþjóðaöryggisseturs við Stofnun heimshagkerfa og alþjóðasamskipta (IMEMO).

ACONA er fjármagnað af Fondation "Avec et pour autres," the Negotiation Task Force við Davis Center í Harvard háskóla, ríkisstjórn Íslands og Háskóla Íslands.


Fyrstu þátttakendurnir í ACONA

Ms. Amina Afzal
Senior Non-Resident Fellow, Strategic Studies Institute Islamabad
 
Mr. Iskander Akylbayev
Executive Director, Kazakhstan Council on International Relations
 
Ms. Álfrún Baldursdóttir
Consular Service Officer, Icelandic Ministry for Foreign Affairs
 
Mr. Logan Brandt
Mid-Career Cadre, Center for Strategic and International Studies Project on Nuclear Issues
 
Ms. Jessica Bufford
Program Officer, Nuclear Threat Initiative
 
Dr. Maria Chepurina
External Relations Officer, Preparatory Commission for the Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organization
 
Ms. Marianne Fisher
Associate Project Officer, International Atomic Energy Agency
 
Ms. María Garzón Maceda
Policy Leader Fellow, European University Institute
 
Dr. Alexander Graef
Researcher, Institute for Peace Research and Security Policy at the University of Hamburg
 
Dr. Oleg Krivolapov
Research Fellow, Institute for U.S. and Canadian Studies
 
Ms. Brynja Oskarsdottir
Strategic Communications Expert
 
Dr. Kanica Rakhra
Consultant, Disarmament and International Security Affairs Division, Indian Ministry of External Affairs
 
Dr. Maria Roskoshnaya
Chief Export Control Officer, ROSATOM Group
 
Dr. Victoria Sanchez
Foreign Affairs Officer, U.S. Department of State
 
Dr. Benjamin Schaller
Research Fellow, UiT - The Arctic University of Norway
 
Mr. Astan Tugov
Second Secretary, Department for Nonproliferation and Arms Control, Ministry of Foreign Affairs of the Russian Federation


Partners
 
The History and Public Policy Program at the Woodrow Wilson International Center for Scholars focuses on the relationship between history and policy making. A leader in uncovering and publishing policy-relevant documentation, the Program works with a global network to build next-generation research capacity, foster dialogue and debate on history, and push for greater archival access.
 
Höfði Reykjavík Peace Centre, a collaborative effort of the City of Reykjavík and the University of Iceland, is a forum for international multidisciplinary cooperation, with an emphasis on the role of small states, cities and citizens in promoting peace. Höfði is the name of the house where Reagan and Gorbachev met in Reykjavík in 1986 and refers to the role Iceland played as a small non-militarized state in the conflict between two superpowers.
 
The Moscow State Institute of International Relations is Russia’s most revered educational institution with a wide range of educational programs and specializations. Enjoying an excellent reputation and high positions in academic ratings the University has built up a wide net of international contacts. The development of bilateral and multilateral contacts continues to be a key priority of the MGIMO strategy today.
 
National Research University Higher School of Economics, consistently ranked one of Russia’s top universities, is a leader in Russian education and one of the preeminent economics and social sciences universities in eastern Europe and Eurasia. Having rapidly grown into a well-renowned research university over two decades, HSE University sets itself apart with its international presence and cooperation.
 
The Negotiation Task Force at the Davis Center for Russian and Eurasian Studies at Harvard University promotes innovative solutions to Euro-Atlantic and Eurasian security challenges by creating spaces for cross-cultural negotiation research, training, and strategic analysis. The NTF pioneers new models for high-impact knowledge dissemination, trains practitioners in advanced negotiation skills, and builds long-term conflict management capacity.
 
The Peace Research Institute Frankfurt is one of the leading conflict resolution think tanks in Europe. PRIF scholars conduct knowledge-driven and applied basic research with the pursuit of passing practical outcomes on to politics and society. The institute develops options of action and provides background information and analyses for ministries, parties, NGOs and companies. PRIF scholars advise politicians and expert committees, contribute to expert consultations, and participate in delegations and committees of the German Federal Foreign Office on European and international level.

 

Til að hafa samband
 
Arms Control Negotiation Academy (ACONA)
Negotiation Task Force (NTF)
Davis Center for Russian and Eurasian Studies
Harvard University
 
1730 Cambridge Street, Cambridge, MA 02138, USA
Phone: +1 (617) 496 2180
Email: acona@fas.harvard.edu
Web: www.acona.fas.harvard.edu

Arms Control Negotiation Academy (ACONA)

Negotiation Task Force (NTF)

Davis Center for Russian and Eurasian Studies at Harvard University 

1730 Cambridge Street, Cambridge, MA 02138, USA

 +1 (617) 496 2180

  • Facebook
  • Twitter

© 2020 Presidents and Fellows of Harvard College.